moggin


gagn


Laugardaginn 19. september, 2009 - Menningarblað/Lesbók
TÓNLIST Geisladiskur | Haydn
Smitandi leikgleði
Píanókonsertar í D-dúr Hob. XVIII:11,.C-dúr Hob. XIV:12, D-dúr Hob. XVIII:2 og F-dúr Hob. XVIII:F2. Edda Erlendsdóttir leikur á píanó ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Kurts Kopeckys. 

stjörnugjöf: 4 og 1/2


Edda Erlendsdóttir „Hún grípur mann með hnyttnum tónhendingum sem verða að risavöxnum kastölum, nánast fyrirvaralaust,“ segir meðal annars í dómi Jónasar Sen um nýjan hljómdisk Eddu, helgaðan verkum Haydn.

Ég er enginn sérstakur unnandi Haydns. Tónlist hans er of fyrirsjáanleg, hún er gömul lumma sem er komin yfir síðasta söludag.Ég get samt ekki haft annað en gaman af nýútkomnum geisladiski með fjórum konsertum eftir Haydn í flutningi Eddu Erlendsdóttur píanóleikara og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Kurts Kopeckys.Birtan í túlkuninni, léttleikinn og leiftrandi þokkinn er þvílíkur að maður hrífst með. Edda hristir hvert fingrahlaupið af öðru fram úr erminni, mótar hverja laglínu af afslappaðri mýkt. Hljómsveitin rammar svo píanóleikinn inn í einstaklega fallega umgjörð sem einkennist af smekkvísi og sjarma. Gamla lumman verður girnileg að nýju.

Eitt megineinkenni tónlistar Haydns er hvernig honum tekst að búa til stóra, tignarlega heild úr litlum einingum. Þessi umbreyting, þróun tónefnisins virkar blátt áfram í meðförum Eddu. Hún grípur mann með hnyttnum tónhendingum sem verða að risavöxnum kastölum, nánast fyrirvaralaust. Eðlileg túlkunin kemur svo á óvart að tónlistin hættir að vera fyrirsjáanleg.Annað megineinkenni Haydns er húmor. Auðvitað eru brandararnir í tónlistinni hans löngu hættir að koma á óvart, til þess eru verkin of gömul. En leikgleðin í túlkuninni bætir það upp, gleðin er smitandi og maður skemmtir sér undarlega vel.Í stuttu máli er þetta óvanalega heildstæð, lifandi túlkun þar sem hvert smáatriði er mótað af vandvirkni og öll hlutföll eins og þau eiga að vera.

Þeir Bjarni Rúnar Bjarnason og Georg Magnason sáu um upptökuna og hún hefur tekist fullkomlega. Píanóið er tært en hljómmikið og hljómur sveitarinnar safaríkur, hæfilega djúpur og ávallt litríkur.

Þetta er frábær geisladiskur til að hafa á fóninum þegar maður vill hafa það virkilega notalegt. Ég held að síðasti söludagur gömlu lummunnar hafi hér með verið framlengdur!

Jónas Sen


Morgunblaðið
Mánudaginn 9. nóvember, 2009
TÓNLIST - Píanótónleikar í Laugarborg * * * * *
Leikið af hjartans lyst
JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON

Edda Erlendsdóttir


Á efnisskrá: Sónata í c-moll, Rondó í e-moll, Fantasía í C-dúr eftir C.P.E. Bach; Sónata í a-moll eftir Schubert; Arietta í 12 tilbrigðum, og Andante með tilbrigðum í f-moll eftir Josep Hayden. Píanóleikari: Edda Erlendsdóttir. Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.30.

ÉG HEF áður gripið til þeirrar samlíkingar að mér finnist ég vera staddur í miðju alheimsins, þegar tónleikar hrífa mig frá stund og stað.
Þessari tilfinningu var ég sannarlega gripinn af á tónleikum Eddu Erlendsdóttur.
Þegar ég sá fyrst efnisskrána fannst mér skrýtið að planta rómantísku blómi Schuberts í beð milli tveggja tilbrigða eftir Hayden og hafa svo rókókólitt rósaskrúð Filips Emanúels þar á undan.
En með næmri túlkun og syngjandi línum Eddu á verkum þremenninganna varð manni ljóst að stílræn flokkun höfunda er ómark þegar svo er leikið.
Umfram allt eru það heitar tilfinningar sem ráða og Hayden, sem varð óvenjulega gamall miðað við lífaldur tónskálda þeirra tíma myndar bogabrú milli klassíska og rómantíska tímans.
Svo vitnað sé í verkin hljómaði Róndó Filips Emanúels, annar þáttur A-moll sónötu Schuberts og lokin á f-moll tilbrigðum Haydens af svo mikilli dýpt tilfinninga og mýkt að vart verður rómantískar túlkað.
Síðan var þessi skýri og tæri ásláttur Eddu, ásamt söngvísri hendingarmótun á mörgum hröðum hlutum verka sem tengdu inn í snillingatökin í rósagarði rómansins.
Söngur vinstri handar var frábær, en trúlega er þetta að verða of tæknilegt hjá mér.
Allt of fáir áheyrendur fengu ríkulega goldið einlægt lófaklapp með tveimur heillandi aukalögum.
Um fram allt þjónar tæknin mikilli smekkvísi og næmum eyrum, svo leikur Edda af hjartans lyst.
JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON

 

Með þrjá snillinga í föruneyti
Edda Erlendsdóttir minnist tveggja alda ártíðar Haydns með tónleikum á Íslandi

Píanóleikarinn Edda Erlendsdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SUMIR skilja eftir sig þvílíka arfleifð að öldum eftir andlát sitt fagnar fólk vegferð þeirra á jörðinni.

Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SUMIR skilja eftir sig þvílíka arfleifð að öldum eftir andlát sitt fagnar fólk vegferð þeirra á jörðinni. Þetta á auðvitað við um mesta merkisfólk sögunnar og tónskáldin eru áberandi í þeim hópi; verkin þeirra eru ný, í hvert sinn sem þau eru spiluð.
Edda Erlendsdóttir fagnar tveggja alda ártíð meistara klassíkurinnar, Josephs Haydns, með tónleikum víðsvegar um landið um þessar mundir; annað kvöld kl. 20 í Listasafni Íslands. En tónleikarnir eru líka hálfgildings útgáfutónleikar, því fyrr á árinu gaf Edda út geisladisk þar sem hún leikur píanókonserta eftir Haydn með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Ég gat ekki tekið heila sinfóníuhljómsveit með mér í þessa tónleikaferð, og því eru þetta allt einleiksverk. Ég spila tvö af mínum uppáhalds Haydn-verkum; Aríettu með tilbrigðum og Tilbrigði í f-moll. Haydn var svo frábær tilbrigðasmiður og snillingur í því að setja stef í mismunandi búning.
Ég prjóna svo efnisskrána kringum Haydn og spila þrjú verk eftir C.P.E. Bach sem Haydn dáði mjög. Haydn segir einhvers staðar að áður en hann byrjaði sjálfur að semja hafi hann spilað verk Bachs. Á milli spila ég svo Schubert-sónötu í a-moll sem mér finnst tengja klassíkina og rómantíkina. Mér finnst strax hjá Haydn kominn sterkur rómantískur þráður og jafnvel líka hjá C.P.E. Bach.“
Schubert dó ungur, en sónatan sem Edda spilar er eitt af æskuverkum hans; ein af fjórum píanósónötum sem hann samdi 1817. „Ég hef verið að vinna mikið í sónötum Schuberts frá þessu ári. Þær eru fremur stuttar, en mikill söngur í þeim. Þær eru ekki eins langar og krefjandi og seinni sónötur hans urðu, og þess vegna eru þær líkari þeim klassísku,“ segir Edda Erlendsdóttir.

Reviews

"The Icelandic pianist had in fact invited us to the concert of the year? No, even that reference fails to do justice to the performance. It's necessary to look farther back to recall a true parallel to this unforgettable experience."
C.G. .Ahlen,Svenska Dagbladet,Stockholm.

"Edda Erlendsdotttir performs theese mysterious works (C.P.E.Bach's piano music) with a great sense of delicate phrasing a gagnryni Frettablaðið.pngnd breathing .She knows how to play with expressive and tense silences. Her gracefull and discreet playing is at its best in meditative movements but gives nevertheless a joyfull tone to merry pages. "
M.Laise, Repertoire, Paris

""Edda Erlendsdottir played the Grieg concerto with self control and mastery but also with a dramatic lyrism. Her sound is wonderfull, her playing is full of energy""
A. Mason, Dagbladid, Reykjavik
</p>

" Edda Erlendsdottir is an outstanding pianist, self-assured and very musical. Her convincing and contrasted playing translates the beauty of the music in a very personnal way."
J.Asgeirsson, Morgunbladid, Reykjavik

"Icelandic pianist steals show at Forum...The highlight of the concert was Edda Erlendsdottir world-travelled pianist from Iceland who played the Grieg Concerto in A minor"
R. Ross,Patriot news, Harrisburg.

"Edda Erlendsdottir is one of the few pianists recognizable within a few seconds from the curves of her phrasing, her spurts, her punch"
D de C., L'Impartial, Swiss

"There is a good case-as here-for playing C.P.E. Bach on a Steinway (...) her performances admirably articulate its waywardness.The generous playing time (74 mn) enhances an issue especially welcome in giving us sonatas of Bach not otherwise available."
S. Jenner,Piano Journal, London